Fagmenn til fjalla

28. febrúar 2014

Flutningskerfi Orkubús Vestfjarða á raforku á Vestfjörðum samanstendur af jarðstrengjum og loftlínum sem eru 1036km að lengd. Að auki á Landsnet 122km af línum þannig að samtals er flutningskerfi raforku á Vestfjörðum 1158km.

Flutningskerfið nær yfir fjöll og firnindi og því er viðhaldið af starfsmönnum Orkubúsins. Það gefur því auga leið að það getur verið þrautinni þyngri að sinna viðhaldi og viðgerðum þegar vetur konungur ræður ríkjum og snjóalög og ísing leggst á línur. Margt bendir til að veðurfar á Íslandi sé að breytast. Lægðir eru að verða snarpari og hitastig fer hækkandi þannig að hættan á ísingu er enn meiri. 

Að undanförnu hafa okkur borist myndir sem sýna glöggt þær aðstæður sem bíða vinnuflokka Orkubúsins þegar gera þarf við línur eða leita að bilunum. Í vinnuflokkum Orkubúsins eru fagmenn að störfum, sem þurfa að leysa úr allskonar vandamálum er bíða þeirra við erfiðar aðstæður á fjöllum. Áratuga reynsla margra starfsmanna og staðarþekking er ómetanleg og getur stytt viðgerðartíma svo um munar fyrir viðskiptavini Orkubúsins.

201402-1-1.jpg

201402-1-3.jpg

201402-1-4.jpg

201402-1-5.jpg

22. janúar 2025

Skipta virkjanir og staðsetning þeirra máli?

Virkjun vatnsafls og jarðhita á Íslandi hefur skilað Íslandi óumdeildu forskoti í orkuskiptum yfir...

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...