Orkubú Vestfjarða verður bakhjarl Skjaldborgar

30. apríl 2018

Á dögunum gerði Orkubú Vestfjarða  tímamótasamning, sem bakhjarl við Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði.

Skjaldborg verður haldinn í tólfta sinn á Patreksfirði um hvítasunnuna. Hátíðin er sú eina sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir og leiðir saman reynslubolta í faginu, byrjendur og hinn almenna áhorfanda. Þannig stuðlar hátíðin, í samvinnu við heimamenn, að skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar.

Það þykir mikill gæðastimpill fyrir heimildarmyndir að komast inn á hátíðina og hafa verðlaunamyndir hátíðarinnar oftar en ekki verið tilnefndar til Edduverðlaunanna í kjölfarið og jafnvel unnið til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna.

skjaldborg.jpg

Á myndinni sjást Kristín Andrea Þórðardóttir Skjaldborgari og Elías Jónatansson orkubússtjóri handsala samkomulagið.

22. janúar 2025

Skipta virkjanir og staðsetning þeirra máli?

Virkjun vatnsafls og jarðhita á Íslandi hefur skilað Íslandi óumdeildu forskoti í orkuskiptum yfir...

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...