Aðalfundur Orkubús Vestfjarða 2020

29. maí 2020

Aðalfundur Orkubús Vestfjarða fór fram í gær 28. maí.  Fundurinn var að því leyti óvenjulegur að hann var haldinn í fjarfundi samkvæmt ákvörðun stjórnar.  Stjórn félagsins ákvað einnig að ekki yrði haldinn opinn ársfundur við núverandi aðstæður, en stefnt er að því að halda slíkan fund síðar á árinu.

Orkubú Vestfjarða hagnaðist um 200 milljónir króna á síðasta ári.  Heildarveltan var á árinu 2019 var 2.892 milljónir króna og jókst um 1,8% á milli ára.  Hagnaður lækkaði um 44 milljónir á milli ára.  Aukinn rekstrarkostnað má aðallega rekja til meiri raforkukaupa frá öðrum framleiðendum, tjóna í veitukerfi, bilana í orkuverum og hærra olíuverðs, en það hefur m.a. áhrif á kostnað við rekstur olíukatla sem eru varaafl fyrir rafskautakatla hitaveitna Orkubúsins.  Rekstrargjöldin hækkuðu samtals um 7% á milli ára og lækkaði því EBIDTA um 94 milljónir og var 627 milljónir á árinu.  Á móti kom að fjármagnsgjöld lækkuðu um 34 milljónir.

Orkubúið hefur á undanförnum árum verið í miklum fjárfestingum og fjárfesti í varanlegum rekstrarfjármunum að fjárhæð 698 milljónir króna á árinu 2019.  Það er svipuð fjárhæð og árið á undan.  Þrátt fyrir að hafa aukið skuldir, er eiginfjárstaða Orkubúsins sterk auk þess sem það hefur traustan tekjugrunn.  Fjárfestingarnar sem ráðist hefur verið í eru mikilvægur þáttur í að auka afhendingaröryggi og tekjur félagsins til frambúðar.

Heildarorkuöflun Orkubúsins var 266 GWst, þar af var orkuöflun vegna raforkusölu 163 GWst, en 103 GWst voru vegna hitaveitusölu.  Eigin vinnsla vegna raforkusölu var 55,5% en 18,5% vegna hitaveitusölu.  Eigin raforkuframleiðsla Orkubúsins var 90 GWst á síðasta ári og minnkaði um 5 GWst.  Framleiðslan var svipuð og hún var 2016 eða um 5% yfir meðaltali síðustu 10 ára.  Framleiðsla bændavirkjana minnkaði um 2%. 
Framleiðsla raforku í varaaflsstöðvum Orkubúsins minnkaði um þriðjung úr 604 MWst í 401 MWst. 

Á árinu 2020 er fyrirhugað að framkvæma fyrir ríflega 600 milljónir króna.

Á aðalfundinum voru Illugi Gunnarsson, Friðbjörg Matthíasdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Gísli Kristjánsson og  Eiríkur Valdimarsson kjörin í stjórn félagsins.

22. janúar 2025

Skipta virkjanir og staðsetning þeirra máli?

Virkjun vatnsafls og jarðhita á Íslandi hefur skilað Íslandi óumdeildu forskoti í orkuskiptum yfir...

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...