Tilkynning frá Landsneti og Orkubúi Vestfjarða

17. september 2020

Alvarlegt slys í tengivirki í Breiðadal

Rétt fyrir klukkan þrjú í dag varð alvarlegt rafmagnsslys í tengivirki Landsnet og Orkubús Vestfjarða í Breiðadal og var starfmaður Orkubúsins fluttur í kjölfarið á sjúkrahús og er líðan hans eftir atvikum.

Starfsmenn frá Orkubúi Vestfjarða voru við vinnu við búnað Landsnets í tengivirkinu en verið var að setja Breiðadalslínu 1 inn eftir viðhald þegar slysið varð. Á þessu stigi er ekki hægt að segja til um orsakir slysins.

Viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna hafa verið virkjaðar og hugur okkar allra er hjá þeim slasaða, fjölskyldu hans og samstarfsfólki okkar sem tengjast atburðinum í dag.

22. janúar 2025

Skipta virkjanir og staðsetning þeirra máli?

Virkjun vatnsafls og jarðhita á Íslandi hefur skilað Íslandi óumdeildu forskoti í orkuskiptum yfir...

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...