Truflun yfirstaðin
06. júlí 2019
Sú truflun sem varð í kvöld er Holtahverfið, Arnadalslína og Súðarvíkurlína duttu út með tilheyrandi straumleysi er nú yfirstaðið. Lengsta straumleysið var í Súðavík þar sem kerfið okkar virkaði ekki eins og það átti að gera og hörmum við það mjög. Ástæður útsláttar eru ókunnar í augnablikinu en unnið er að greiningu. Eigið ánægjulega kvöldstund. 6.7.2019 kl. 23:10